rakel@foreldrafraedsla.is
Rakel er eigandi Foreldrafræðslu ehf. og hefur starfað sem heilsunuddari í yfir 10 ár, sérhæfir sig í meðgöngunuddi og vefjalosun. Hún hefur kennt við Fjölbrautaskólann við Ármúla á heilsunuddbraut síðan 2016. Hún hefur einnig starfað með einstaklingum með þroskafrávik sem hefur gefið henni dýrmæta reynslu. Hún er heilsunuddari að mennt, með B.A. gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri. Í lokaverkefni sínu tengdi hún saman reynsluna sína sem heilsunuddari við heilsutengd lífsgæði. Rakel hefur einnig lokið M.A. námi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf, í lokaritgerðinni nýtti hún eigin reynslu sem hvatann fyrir gerð námskeiðs fyrir foreldra til að auka meðvitund sína í uppeldishlutverkinu.
Rakel hefur alla tíð haft mikinn áhuga að skilja sjálfan sig, sín viðbrögð og viðhorf og hvernig þau móta hennar samskipti við umhverfið. Hún hefur séð hvað sú skoðun hefur gagnast henni vel sem foreldri og er drifin áfram að styðja foreldra að skoða sig sem fyrirmynd í uppeldi barna sinna. Hún telur viðhorf skipta þar sköpum, hún brennur því fyrir að skapa rými fyrir foreldra að koma saman og þroska viðhorf sín í uppeldishlutverkinu sem hefur svo uppbyggileg áhrif á foreldrið, barnið og fjölskylduna í heild sinni.
Rakel hefur setið ýmis hagnýt námskeið í t.d. Mindful parenting, markþjálfun, Reflective Dialouge Parent Education (RDPED) ígrundaðar samræður foreldra, verndari barna, sáttamiðlun o.fl.