Tengjumst-armband

Tengjumst-armband

Tvö hjörtu sem tengjast

Hugmyndin af armbandinu kom þegar mamma sendi mér mynd af armbandi með fallegum skilaboðum. Mig langaði að nýta hugmyndina en hafa það skilaboð til okkar uppalenda. Hugurinn fór fljótt af stað og fyrr en varði var ég byrjuð að útfæra Tengjumst-armbandið með stuðningi frá yndislegri móður minni, maka og vinkonu.

Mig langaði að bera armbandið til að minna mig á að vera tengd.

Þegar ég varð móðir þá lagði ég mig fram í að tengjast sjálfri mér og hlusta á þarfir sonar míns. Þegar hann varð eldri og ég byrjuð í námi gerði streitan og hraðinn í nútímasamfélagi vart við sig. Eitthvað sem var mér svo eðlislægt fór að sitja á hakanum og þurfti ég markvisst að minna mig á að eiga gæðastund með barninu mínu. Því eldri sem hann varð því öðruvísi urðu þessar stundir en þó alltaf jafn mikilvægar. Þær fengu nafnið Tengjumst. Hann á það til enn þann dag í dag að koma til mín, taka utan um mig og segja: „Mamma tengjumst“.

Ég hef einnig verið svo lánsöm að koma tímabundið inn í líf nokkurra barna sem eiga og munu alltaf eiga sitt pláss í hjarta mínu. Tvö þeirra vita hver þau eru og tvö þeirra eru ung en ég vona svo innilega að þegar þau verða eldri muni þau heyra af þessum armböndum og hversu mikið ég elska þau. Þetta er mín leið til að halda tengingu við þau.

Mig langar því að allir sem koma að uppeldi barna geti nýtt armbandið sem áminningu um að að vera í tengingu við sjálfan sig og börnin sín í hraða nútímans.
Tengjumst

Flokkur:

Lýsing

Tengjumst-armband

Hugmyndin af armbandinu kom þegar mamma sendi mér mynd af armbandi með fallegum skilaboðum. Mig langaði að nýta hugmyndina en hafa það skilaboð til okkar uppalenda. Hugurinn fór fljótt af stað og fyrr en varði var ég byrjuð að útfæra Tengjumst-armbandið með stuðningi frá yndislegri móður minni, maka og vinkonu.

Mig langaði að bera armbandið til að minna mig á að vera tengd.

Þegar ég varð móðir þá lagði ég mig fram í að tengjast sjálfri mér og hlusta á þarfir sonar míns. Þegar hann varð eldri og ég byrjuð í námi gerði streitan og hraðinn í nútímasamfélagi vart við sig. Eitthvað sem var mér svo eðlislægt fór að sitja á hakanum og þurfti ég markvisst að minna mig á að eiga gæðastund með barninu mínu. Því eldri sem hann varð því öðruvísi urðu þessar stundir en þó alltaf jafn mikilvægar. Þær fengu nafnið Tengjumst. Hann á það til enn þann dag í dag að koma til mín, taka utan um mig og segja: „Mamma tengjumst“.

Ég hef einnig verið svo lánsöm að koma tímabundið inn í líf nokkurra barna sem eiga og munu alltaf eiga sitt pláss í hjarta mínu. Tvö þeirra vita hver þau eru og tvö þeirra eru ung en ég vona svo innilega að þegar þau verða eldri muni þau heyra af þessum armböndum og hversu mikið ég elska þau. Þetta er mín leið til að halda tengingu við þau.

Mig langar því að allir sem koma að uppeldi barna geti nýtt armbandið sem áminningu um að vera tengda sjálfum sér í hraða nútímans. Tengjast börnunum sínum og vera fyrirmyndir í samskiptum.
Tengjumst

 

 

usergift linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram