Styrkur vinnustofa

24.900 kr.35.400 kr.

Vinnustofan er þrjú skipti, tveir og hálfur tími í senn.

Næstu dagsetningar væntanlegar – Hafið samband á info@foreldrafraedsla.is fyrir frekari upplýsingar.

 

 

 

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

Lýsing

Styrkur vinnustofa er gagnvirkt námskeið fyrir uppalendur hannað til að styrkja og styðja við fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum. Uppeldi er breytilegt lífstíðarferli þar sem hvert þroskastig býður upp á ný tækifæri og aukinn þroska fyrir bæði uppalanda/ur og barn/börn. Kjarni vinnustofunnar er ný kennslufræðileg nálgun sem gefur uppalendum tækifæri til að velta fyrir sér á gagnrýnin hátt hvað þeir gera og geta gert til að styrkja samband sitt og barna sinna. Aðferðin kallast Ígrundaðar samræður foreldra (RDPED) og hún er hönnuð til að hvetja foreldra/uppalendur til aukinnar sjálfsvitundar, næmni og skilnings í samskiptum við börn sín. Það sem er einstakt við þessa leið í foreldrafræðslu er að tekið er mið að því hvernig fullorðnir læra og þá reynslu sem þeir búa að nú þegar. Ásamt því að mismunandi skilningarvit eru vakin með sjónrænu myndefni, ígrundun og umræðum. Umræður og félagslegt nám er mikilvægur þáttur í námskeiðinu en með því að skapa vettvang fyrir umræður í námi fullorðinna, fær hver og einn tækifæri til að máta sig og sína reynslu við reynslu annarra. Við hugsum okkur oft að samskipti og sambönd okkar við börnin okkar og innan fjölskyldunnar séu vöðvar sem þurfa jafn mikið að komast í ræktina eins og þeir líkamlegu. Saman getum við styrkt þessa vöðva og veitt hverju öðru stuðning og innblástur.  Í foreldrafræðslu er ekki leitast eftir að kenna eina rétta eða ranga leið í uppeldi barna heldur að styðja við uppalendur/foreldra á þeirra vegferð og vexti í uppeldinu. Við erum öll eilífðar nemar í lífinu og þessu stórkostlega og krefjandi hlutverki sem það er að vera uppalandi/foreldri.

 

Markmið er að þátttakendur

  • Hafi skýrari hugmynd um þá uppeldissýn og þau gildi sem þau vilja hafa að leiðarljósi í uppeldinu með vísan í hvernig eigin reynsla hefur áhrif þar á.
  • Búa að frekari reynslu í að forgangsraða tengslamyndandi samskiptum og aðstæðum fyrir sig og barn sitt/börn sín.
  • Upplifi sig færari í að lesa í tjáningu og þarfir barns síns/barna sinna.
  • Öðlast færni í að skoða sjálfan sig í uppeldishlutverkinu og barnið með mildi og yfirfæra námið í aðrar aðstæður en farið er yfir á námskeiðnu.
  • Geti skoðað og  metið markmið sín og barnsins, hvort þau vinni saman eða á móti hvert öðru og gert viðunandi breytingar.
  • Upplifa félagslega tengingu og stuðning frá leiðbeinendum og öðrum þátttakendum.
  • Sem eru saman um uppeldi barns/barna hafi grundvöll til að vinna að því að vera samstíga um þau megin viðhorf og gildi sem þau óska að séu ríkjandi í fjölskyldulífi sínu.

Að loknu þessu námskeið

Hafa þátttakendur tamið sér ígrundaða hugsun og unnið á dýpri þáttum er varða viðhorf og gildi í uppeldi. Gera þátttakendur sér frekar grein fyrir þeirri uppeldissýn sem þeir óska að sé ríkjandi í samskiptum þeirra innan fjölskyldunnar og áhrif hennar til langtíma litið. Finna þátttakendur fyrir samstöðu annarra uppalenda og upplifa sig tilheyra samfélagi sem er styðjandi.

Frekari upplýsingar

Einstaklingur / Hjón

Enskaklingur, Sam-foreldra

usergift linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram