Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf

Árið 2015 var sett af stað námsleið í Háskóla Íslands sem ber heitið foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf. Námsleiðin byggir á fyrirmynd frá Háskólanum í Minnesota. Þar er nemendum kennt að skipuleggja, undirbúa og stýra foreldrafræðslu, ásamt því að hlúa að vitsmunalegum, tilfinningalegum, félagslegum, menningarlegum og líffræðilegum þörfum foreldra og barna.
Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf er hugsuð fyrir alla þá sem koma að uppeldi barna.
Markmið foreldra- og uppeldisfræðinga er að byggja upp verndandi þætti fjölskyldna sem eru til að mynda þekking, færni og aðgengi að úrræðum. Okkar áhersla er að koma auga á áhættuþætti og draga úr þeim. Einnig að efla þá fyrirbyggjandi þætti sem hjálpa börnum og fjölskyldum að auka seiglu og þrautseigju ásamt því að þroska hæfni sína, þekkingu, tengsl og samskipti til að geta frekar mætt áhættuþáttum. Þannig getum við stuðlað að sjálfbærni og aukinni lýðheilsu í samfélaginu með því að koma inn sem forvörn.

usergift linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram