Leikskólar

80.000 kr.

  • Efni aðlagað að hverjum leikskóla fyrir sig
  • Viðhorf og samskipti
  • Hlutverk uppalenda
  • Farið yfir raunhæfar væntingar út frá þroska barna
  • Klípusögur – verkefni
  • Horft á myndskeið
  • Ígrundaðar samræður
  • Samskiptasáttmáli – verkefni

Umsagnir leikskólastjóra

„Námskeiðið var vel tengt við þann raunveruleika sem við búum í og var augljóst að fyrirlesarar höfðu góð tengsl við umhverfi okkar“

„Áskoranir voru settar fram með klípusögum og allar skoðanir áttu rétt á sér. Þannig vorum við virkir þátttakendur í námskeiðinu með beina tengingu í okkar starf“

„Fyrirlesarar voru lifandi og héldu hópnum vel“

 

Vörunúmer: vinnustofa Flokkur:

Lýsing

Vinnustofan byggir á fræðslu um viðhorf, samskipti og vakandi athygli eða meðvitund. Hvað býr að baki hegðun barna og hvernig má koma til móts við hegðun þeirra og þarfir af virðingu. Farið er yfir raunhæfar væntingar til barna út frá aldri þeirra og alhliða þroska ásamt fleiru. Við tökum mið af þörfum hvers leikskóla fyrir sig og hvað hver leikskóli vill einblína á. Við skoðum hvernig bæta megi starfið með umræðum um hvaða þættir eru að reynast krefjandi í dagsins önn.

Unnið er út frá kennslufræði um nám fullorðinna en það er að nokkru leyti ólíkt því hvernig börn læra. Hinn fullorðni námsmaður býr yfir ákveðinni þekkingu og reynslu sem hann mátar nýja námið eða þekkinguna við og byggir ofan á.

Einnig nýtum við okkur nýja kennslufræðilega nálgun sem gefur uppalendum tækifæri til að velta fyrir sér á gagnrýnin hátt hvað þeir gera og geta gert til að vaxa í starfi. Aðferðin kallast Ígrundaðar samræður  (RDPED) og er hönnuð til að hvetja uppalendur til aukinnar sjálfsvitundar, næmni og skilnings í samskiptum við börn. Mismunandi skilningarvit eru vakin með sjónrænu myndefni, ígrundun og umræðum. Umræður og félagslegt nám er mikilvægur þáttur í vinnustofunni, en með því að skapa vettvang fyrir umræður í námi fullorðinna, fær hver og einn tækifæri til að máta sig og sína reynslu við reynslu annarra.

usergift linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram