Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf 

SKRÁ MIG

Ígrundaðar samræður foreldra

Reflective dialogue parenting education design (RDPED) eða ígrundaðar samræður foreldra á íslensku er kennsluaðferð sem þróuð var í kjölfar gagnrýni á almennri foreldrafræðslu. Gagnrýnin var sú að þessar aðferðir næðu einungis til afmarkaðs hóps foreldra og gæfu ekki af sér djúpstæðan lærdóm og þroska foreldra í foreldrahlutverkinu (Thomas, 1996). Ígrundaðar samræður er aðferð til að vinna með hópi foreldra og var hún þróuð til að nota í foreldrafræðslu í Bandaríkjunum (Thomas, Volk og Scott, 2005).
Hvetja foreldri til að skilja betur viðbrögð sín við barni sínu og tengja þau við fyrri reynslu og aðstæður.
Ígrundaðar samræður hvetja foreldri til að skilja betur viðbrögð sín við barni sínu og tengja þau við fyrri reynslu og aðstæður. Með ígrunduðum samræðum fær einstaklingur tækifæri til að hlusta á reynslu annarra, máta við eigin reynsluheim, viðhorf og skoðanir og getur þannig öðlast aukna meðvitund um eigin viðbrögð og öðlast dýpri skilning á barni sínu og uppeldishlutverkinu (Schank og Abelson, 1977; Voelken, e.d). REPED er venjulega í þremur fösum en fasarnir þrír eru of víðfeðmir til að fara út í að svo stöddu en mikilvægt að nefna. Ígrunduð samræða Fasi I í kennslustund með foreldrafræðara hefst á því að foreldrum eru sýnd tvö myndbrot. Bæði myndbrotin eru af foreldri og barni í svipuðu umhverfi til dæmis með sömu leikfanga körfu. Foreldri og barn eru ekki þau sömu og samskipti þeirra ólík. Foreldrafræðari spyr og ígrundar með foreldrunum á námskeiðinu þau samskipti sem þau sjá í myndböndunum. Hann spyr foreldranna opinna spurninga, svokallaðar “stundaglass” spurningar. En þær eru til þess gerðar að leiða foreldra í að ígrunda eigin viðhorf og reynslu sem og að gera sér grein fyrir að viðhorf annarra geta verið öðruvísi. Í kjölfarið getur orðið breyting á viðhorfum foreldris og getur það leitt til að lærdómur og viðhorfsbreyting á sér stað. Hugmyndin er að foreldri nái að samþætta eigin raunveruleika að breyttu hugarfari og yfirfært yfir í daglegt líf (Thomas, 1996; Thomas, Cooke og Scott, 2005).

Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf sem forvörn

Forvörnum má skipta í þrjú stig: 1 – almennar forvarnir (e. universal) markmið 1. stigs forvarna er að ná til sem flestra á tillits til áhættu. sem er ætlað að ná til flestra án tillits til áhættu. 2 – markvissar forvarnir (e. selective) hér er um að ræða forvarnir sem beinast að þeim einstaklingum eða hópum sem eru taldir vera í meiri áhættu en aðrir. 3 – forvarnir vegna ábendinga (e. indicated) beinast þær að forstigs einkennum ákveðinnar röskunnar eða sjúkdóms (Cuijpers, 2013). Með því að koma skipulagðri foreldrafræðslu á laggirnar fyrir foreldra ungra barna erum við að beita 1. stigs forvörn. Þannig má leiða líkur á því að hægt verði að grípa foreldra sem eru í áhættuhóp og styðja við þá í hlutverki sínu sem foreldri. Þegar kemur að uppeldi er mikil þekking til staðar, það er þó lítill hluti þeirrar þekkingar sem skilar sér til forelda (Steinberg, 2014). Það er því mikilvægt að vinna að því að koma sem mestri þekkingu til skila til allra foreldra og ekki síður til verðandi foreldra. Með því að efla foreldra ungra barna. Leiðir til þess geta t.d. verið að efla og fræða foreldra og þannig styrkja þá í hlutverki sínu og fræða þá um uppeldisaðferðir sem miða að því hlúa og auka vellíðan og velferð barna (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2019). Ein leið til að efla foreldra í uppeldishlutverki sínu er að veita þeim aðstöðu til að skoða sjálfan sig í styðjandi umhverfi og hjálpa þeim við að átta sig á þeirri uppeldissýn sem þeir hafa (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2019 bls 495).
Heimildaskrá:
Cuijpers, P. (2003) Exammining the effects of preventions programs on the incidence of new cases of mental disorders: The lack of statistical power. American journarl of Psychiatry, 160(8), 1385-1391.
Sigrún Aðalbjarnardóttir (2019) Lífssögur ungs fólks – Samskipti, áhættuhegðun, styrkleikar. Reykjavík: Háskólaútgáfan
Steinberg, L. (2014). Age of opportunity: Lessons from the new science of adolescence. Boston: Houghton Mifflin Harcourt.

Elsa

Foreldrafræðari
elsa@foreldrafraedsla.is
Elsa er Meistaranemi í Foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf við HÍ og vinnur nú að meistararitgerð um ígrundaðar samræður foreldra (RDPED). Hún er með BA í Uppeldis- og menntunarfræðum. Elsa hefur mikla reynslu af vinnu með börnum og hefur starfað í leikskólum í gegnum tíðina. Samhliða meistaranáminu var hún heimavinnandi með tvær yngri dætur sínar til tveggja ára aldurs. Elsa er gestakennari hjá rvk ritual. Hún hefur setið ýmis hagnýt námskeið m.a þrjár vinnustofur í Reflective Dialogue Parent Education Design (RDPED) eða ígrundaðar samræður foreldra, í doulunámi, í raunfærnimati og vinnustofu um sjálfsvinsemd. Þegar Elsa varð foreldri varð henni fljótt ljóst að velferð barna veltur að mestu leyti á velferð, þekkingu og reynslu uppalenda þeirra. Hún hefur því lengi haft ástríðu fyrir því að skapa vettvang þar sem uppalendur hafa tækifæri til að ræða saman og afla sér þekkingar um uppeldi, styðja við hvort annað og læra hvort af öðru. Vettvang þar sem möguleikar eru fyrir uppalendur að hlúa að sjálfum sér, samböndum sínum við börn sín og fjölskyldu.

Helena

Foreldrafræðari
helena@foreldrafraedsla.is
Helena Rut Sigurðardóttir útskrifaðist árið 2006 með B.ed. í leikskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands. Árið 2019 útskrifaðist hún með MA gráðu í Foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf frá HÍ. Helena hefur áratuga reynslu af vinnu með börnum og starfar í dag í leikskólanum Reynisholti í Reykjavík sem sérkennslustjóri. Hún hefur sótt ýmis hagnýt námskeið eins og PMTO, Reflective Dialogue Parent Education Design (RDPED) eða ígrundaðar samræður foreldra og Grunnmenntun í atferlisþjálfun frá Greininga og ráðgjafastöð ríkisins. Helena kom ásamt fleirum að því að stofna Félag uppeldis- og foreldrafræðara og situr sem stendur í stjórn félagsins. Hún tók þátt í samvinnuverkefni með Heimili og skóla og Háskóla Íslands um meðvituð samskipti með Rakel Guðbjörnsdóttur, þar sem þær héldu saman erindi um meðvituð samskipti.

Rakel

Foreldrafræðari
rakel@foreldrafraedsla.is
Rakel hefur starfað sem heilsunuddari í yfir 10 ár og sérhæfir sig í meðgöngunuddi og vefjalosun. Hún hefur kennt við Fjölbrautaskólann við Ármúla á heilsunuddbraut síðan 2016. Hún hefur einnig starfað með einstaklingum með þroskafrávik sem hefur gefið henni dýrmæta reynslu. Hún er heilsunuddari að mennt, með B.A. gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri. Í lokaverkefni sínu tengdi hún saman reynsluna sína sem heilsunuddari við heilsutengd lífsgæði. Rakel hefur einnig lokið M.A. námi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf, í lokaritgerðinni nýtti hún eigin reynslu sem hvatann fyrir gerð námskeiðs fyrir foreldra til að auka meðvitund sína í uppeldishlutverkinu.
Rakel hefur alla tíð haft mikinn áhuga að skilja sjálfan sig, sín viðbrögð og viðhorf og hvernig þau móta hennar samskipti við umhverfið. Hún hefur séð hvað sú skoðun hefur gagnast henni vel sem foreldri og er drifin áfram að styðja foreldra að skoða sig sem fyrirmynd í uppeldi barna sinna. Hún telur viðhorf skipta þar sköpum, hún brennur því fyrir að skapa rými fyrir foreldra að koma saman og þroska viðhorf sín í uppeldishlutverkinu sem hefur svo uppbyggileg áhrif á foreldrið, barnið og fjölskylduna í heild sinni.
Rakel hefur setið ýmis hagnýt námskeið í t.d. Mindful parenting, markþjálfun, Reflective Dialouge Parent Education (RDPED) ígrundaðar samræður foreldra, verndari barna o.fl.

usergift linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram