Reflective dialogue parenting education design (RDPED) eða ígrundaðar samræður foreldra á íslensku er kennsluaðferð sem þróuð var í kjölfar gagnrýni á almennri foreldrafræðslu. Gagnrýnin var sú að þessar aðferðir næðu einungis til afmarkaðs hóps foreldra og gæfu ekki af sér djúpstæðan lærdóm og þroska foreldra í foreldrahlutverkinu (Thomas, 1996). Ígrundaðar samræður er aðferð til að vinna með hópi foreldra og var hún þróuð til að nota í foreldrafræðslu í Bandaríkjunum (Thomas, Volk og Scott, 2005).
Hvetja foreldri til að skilja betur viðbrögð sín við barni sínu og tengja þau við fyrri reynslu og aðstæður.
Ígrundaðar samræður hvetja foreldri til að skilja betur viðbrögð sín við barni sínu og tengja þau við fyrri reynslu og aðstæður. Með ígrunduðum samræðum fær einstaklingur tækifæri til að hlusta á reynslu annarra, máta við eigin reynsluheim, viðhorf og skoðanir og getur þannig öðlast aukna meðvitund um eigin viðbrögð og öðlast dýpri skilning á barni sínu og uppeldishlutverkinu (Schank og Abelson, 1977; Voelken, e.d). REPED er venjulega í þremur fösum en fasarnir þrír eru of víðfeðmir til að fara út í að svo stöddu en mikilvægt að nefna. Ígrunduð samræða Fasi I í kennslustund með foreldrafræðara hefst á því að foreldrum eru sýnd tvö myndbrot. Bæði myndbrotin eru af foreldri og barni í svipuðu umhverfi til dæmis með sömu leikfanga körfu. Foreldri og barn eru ekki þau sömu og samskipti þeirra ólík. Foreldrafræðari spyr og ígrundar með foreldrunum á námskeiðinu þau samskipti sem þau sjá í myndböndunum. Hann spyr foreldranna opinna spurninga, svokallaðar “stundaglass” spurningar. En þær eru til þess gerðar að leiða foreldra í að ígrunda eigin viðhorf og reynslu sem og að gera sér grein fyrir að viðhorf annarra geta verið öðruvísi. Í kjölfarið getur orðið breyting á viðhorfum foreldris og getur það leitt til að lærdómur og viðhorfsbreyting á sér stað. Hugmyndin er að foreldri nái að samþætta eigin raunveruleika að breyttu hugarfari og yfirfært yfir í daglegt líf (Thomas, 1996; Thomas, Cooke og Scott, 2005).